jæja fólk,
alltaf það sama að frétta af mér, bara búin að vera vinna og njóta lífsins.....
Kíkti á Tommy Lee á föstudaginn og vá hvað hann var flottur, bara töffari svo var bara laugardagurinn tekinn rólega með kallinum mínum
Hvað er með þetta veður, annað hvort er það rosalega gott logn og blíða eða þá bara alveg brjálað rok og rigning, ég er sko ekki alveg að fíla þetta.....EN SVONA ER ÍSLAND Í DAG
en jæja ég ætla að fara koma mér að gera eitthvað....
Begga kveður að sinni
Bloggar | 27.1.2008 | 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hæhæ
Það er alveg fínt að frétta af mér, bara búin að hafa það voðalega kósý um jólin og áramótin....
Fékk margt fallegt í jólagjöf og geggjaðan mat að hætti pabba...mmm ég elska matin hans, langar eiginlega aldrei að flytja að heiman bara útaf matnum...hehe
Var aðeins að vinna milli jól og nýárs á það var alveg fínt bara, hefði samt alveg viljað vera í fríi bara....
Um áramótin þá var ég bara heima til 12 og fór þá og náði í Lindu vinkonu og við fórum svo á brodway þar sem Magni og co héldu stuðinu langt framm eftir morgun...ég var bara á bíl sem var bara alveg nokkuð gott engin þynnka og svona.....
Annars er bara voðalega lítið að ske hjá mér.....
En well gleðilegt nýtt ár og vonandi verður árið 2008 átti enn betra en 2007
Góða nótt elskurnar og guð geymi ykkur
Bloggar | 2.1.2008 | 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
það var keyrt á mig og keyrt í burtu, ég er sko brjáluð, afhverju þarf sumt fólk að vera svona óheiðarlegt....mér finnst að fólk ætti að skilja eftir miða með öllum upplýsingum um sig.... garrrg
Annars er ekkert að frétta af mér, jólin að koma og ég er ekki búin að kaupa eina jólagjöf
Ég er að fara á jólahlaðborð á morgun og það verður örugglega rosalega gaman
jæja ég verð að fara að sofa vinna á morgun.....
Góða nótt
Bloggar | 19.12.2007 | 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kannski verðum við að hitta ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið, svo að við kunnum að vera þakklát þegar við hittum loksins þann sem hentar okkur. Kannski opnast dyr hamingjunnar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum, en oft störum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar sem hafa opnast. Kannski er bestu vinurinn sá sem þú getur rólað þér með á veröndinni án þess að segja orð og síðan gengið í burtu og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar. Kannski er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til að við missum það, en það er líka satt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst það. Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti. Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást; bíddu þangað til ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta. Kannski tekur það einungis mínútu að brjóta einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka við einhvern og einn dag að verða ástfangin af einhverjum, en það getur tekið lífstíð að gleyma einhverjum. Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa, vegna þess að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ekki fara eftir útliti, það getur blekkt. Ekki fara eftir auðævum, þau geta horfið. Finndu einhvern sem fær hjarta þitt til að brosa. Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi. Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í kringum þig grátandi.
Með kveðju Begga "bleika"
Bloggar | 11.12.2007 | 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
jæja
Það er allt gott að frétta af mér, vinnan heldur bara áfram og allt er eins
Ég fékk Mail sent um daginn frá mjög góðri vinkonu minni, þetta mail það fékk mig til að hugsa hvað maður hefur það gott..... þetta var um krakka úti heimi sem fá ekkert að borða, þessi litlu börn voru bara skinn og bein greyin litlu ef ég gæti þá myndi ég fara út og ná í þau öll og kom með þau hingað heim bara, en það er víst ekki hægt
En svona að öðru þá er ég búin að segja uppí sundlauginni og er komin með vinnu á leikskóla
Rúnar Bróðir pabba og Freydís eignuðust tvíbura 7. des og fengu þau nöfnin Katrín Sara og Mikael Kristinn, ekkert smá sæt, algjörir englar
En jæja ég ætla að fara koma mér í háttinn, víst að veðrið er aðeins farið að detta niður
Góða nótt
Kveðja. Begga
Bloggar | 11.12.2007 | 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
góðan daginn :)
Það var nu ekki gert neitt annað um helgina nemað djammað og slappað af :)
Ég á afmæli a miðvikudaginn og það verður kaffi heima og Amma ætlar að vera svo elskuleg að hjálpa mér að baka :)
Sumó partý næstu helgi og ég get bara ekki beðið :)
en annar er bara allt gott að frétta....ég get ekki haft þetta lengra, er að fara skella mér í vinnu :)
bæjó
Bloggar | 5.11.2007 | 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
jæjæ þá er maður komin með blogg síðu hérna, ég er örugglega með síðu á öllum stöðum haha
Ákvað samt að búa til síðu til þess að múttan min yrði nu ekki ein :)
en ég blogga meira seinna, ætla að reyna að koma mér að gera eitthvað :)
Bloggar | 31.10.2007 | 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar